Gisting
Hótel Frón býður upp á mikið úrval af frábærum gistimöguleikum, þar á meðal eins manns og tveggja manna herbergi, stúdíóíbúðir og stærri íbúðir.

Öll herbergin eru innréttuð í skandinavískum stíl með baðherbergi, sjónvarpi, ókeypis Wi-Fi, hárþurrku og öryggishólfi til að geyma verðmæti. Allar íbúðirnar eru með eldhúsaðstöðu, ísskáp og eldavél.

Einstaklingsherbergi
Standard einstaklingsherbergi fyrir einn einstakling með 120 sentímetra rúmi. Þægilegu, parketlögðu herbergin eru með sturtu og fallega flísalögðu baðherbergi. Wi-Fi , sími, minibar, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, ketill, kaffi, te og önnur þægindi eru í hverju einstaklingsherbergi.
Tveggja manna herbergi
Standard hjónaherbergi með rúmi fyrir tvo gesti. Þægilegu, parketlögðu herbergin eru með sturtu og fallega flísalögðu baðherbergi. Hvert herbergi er með öryggishólfi, minibar, gervihnattasjónvarpi, síma og Wi-Fi, katli, kaffi, tei og öðrum þægindum.
Lúxus Tveggja manna herbergi
Glæsilegt og stílhreint tveggja manna superior herbergi sem er fullkomið fyrir tvo gesti. Herbergin, sem eru með parketi á gólfi og glæsilega flísalagt baðherbergi með sturtu, eru innréttuð á skandinavískan hátt. Öll herbergin eru búin síma, minibar, gervihnattasjónvarpi og Wi-Fi , katli, kaffi, tei og öðrum þægindum.
Stúdíóíbúð
Standard stúdíóíbúðir með eldhúskrók fyrir allt að 2 gesti. Baðherbergið er fallega flísalagt og með sturtu. Íbúðirnar eru með Wi-Fi, öryggishólfi, minibar, gervihnattasjónvarpi og síma.
Lúxus Stúdíóíbúð
Glæsilegar íbúðir fyrir allt að þrjá gesti. Íbúðirnar eru mjög stílhreinar og þægilegar, með parketi á gólfi, eldhúsi og svefnsófa. Baðherbergið er fallega flísalagt og með sturtu. Íbúðirnar eru með öryggishólfi, minibar, gervihnattasjónvarpi, Wi-Fi og síma.
Fjölskylduherbergi
Glæsilegt fjölskylduherbergi í skandinavískum stíl. Herbergið er rúmgott og vel innréttað fyrir allt að þrjá gesti. Herbergin eru með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu, parketi á gólfi og fallegu baðherbergi með sturtu. Herbergið er með öryggishólf, minibar og gervihnattasjónvarp.
Íbúð með einu svefnherbergi
Stílhreinar og vel innréttaðar íbúðir fyrir allt að 3 gesti. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, svefnsófa í stofu, eldhúskrók, parket á gólfi og fallega flísalagt baðherbergi með sturtu. Hver íbúð er með Wi-Fi, öryggishólfi, minibar, gervihnattasjónvarpi og síma.
Íbúð með tveimur svefnherbergjum
Glæsilegar tveggja herbergja íbúðir fyrir allt að 4 gesti. Íbúðirnar eru stílhreinar og mjög þægilegar, með tveimur svefnherbergjum. Annað herbergið er með tveimur rúmum og hitt hjónarúmi, einnig er svefnaðstaða í stofunni fyrir tvo. Íbúðirnar eru með parketi á gólfi og eldhúsi og fallega flísalagt baðherbergi með sturtu. Hver íbúð er með Wi-Fi, öryggishólfi, minibar, gervihnattasjónvarpi og síma.
Svíta
Einstaklega fallega innréttaðar og rúmgóðar svítur fyrir tvo gesti. Svíturnar eru hlýlegar, með parketi á gólfi og fallega flísalögðu baðherbergi með baðkari . Í svítunum er sími, þráðlaus nettenging án endurgjalds, eldhúsinnrétting, minibar, gervihnattasjónvarp og öryggishólf.